Hlauparar
Stefanía Stefánsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir
Hleypur fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag og er liðsmaður í Hlaupahópur Ylfu Dísar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við mæðgur ætlum að hlaupa 10km til minningar um elsku Ylfu Dís litlu frænku, sem og aðra litla engla sem lifa í hjörtum okkar. Gleym-mér-ei er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að styrkja málefni tengt missi barna svo að lítil ljós fái að lifa áfram í minningunni. Þökk sé félaginu og kælivöggu gat fjölskylda Ylfu Dísar átt með henni fallegar og dýrmætar stundir. Kælivaggan var gjöf frá Gleym-mér-ei til LSH sem hefur gefið ótal fjölskyldum ómetanlegar stundir með börnunum sínum. Gleym-mér-ei heldur úti ómetanlegri starfsemi sem reiðir sig að miklu leyti á framlög almennings og því skiptir hver króna máli. Við viljum því hvetja vini og ættingja að leggja söfnuninni lið og heiðra með því minningu Ylfu Dísar.
Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Nýir styrkir