Hlaupastyrkur

Hlauparar

Fun Run

Samar-E-Zahida Uz-Zaman

Hleypur fyrir Minningarsjóður Ibrahim Shah og er liðsmaður í Vinir Ibrahims

Samtals Safnað

14.500 kr.
29%

Markmið

50.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa fyrir litla bróðir minn Ibrahim Shah sem dó síðastliðinn 30. október þegar hann varð fyrir steypibíl á leiðinni heim til okkar fjölskyldunnar eftir fótboltaæfingu. Hann skyldi við okkur of fljótt. Hann var besti vinur minn og stærsti peppari og hefur lífið misst allan lit síðan hann fór. Allur ágóði rennur beint til Minningarsjóðsins sem við opnuðum í hans nafni til að stuðla að öryggi barna fyrst og fremst í umferðinni og til að leyfa heiminum að kynnast Ibrahim eins og hann var: Lífsglaður og góður vinur allra.

Minningarsjóður Ibrahim Shah

Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Ibrahim Shah. Ibrahim lést í slysi á Ásvöllum í Hafnarfirðinum þann 30. Október 2023 þegar steypubíll keyrði á hann á leið heim af fótboltaæfingu. Ibrahim fæddist þann 9. janúar í á Landspítalanum í Reykjavík árið 2015. Hann var í Waldorfleikskólanum Sólstöfum, Ísakskóla í 1-3. bekk og í Hraunvallaskóla í fjórða bekk þegar hann lést. Hann spilaði fótbolta í Val 2021-2023 og í Haukum haustið 2023. Ibrahim Shah var 8 ára drengur sem lýsti upp heiminn með nærveru sinni. Hann var ótrúlega flinkur í fótbolta og jákvæð sál og missti aldrei af tækifærum til að segja öllum í kringum sig hvað hann elskaði þau mikið. Hann skyldi eftir sig foreldra, 4 systkyni og stóran hóp af frændfólki og ástvinum. Fjölskyldan hans er enn að læra að lifa með þessum nýja raunveruleika og hefur staðið þétt saman með stórt og fallegt bakland en vill núna að heimurinn fái að kynnast Ibrahim og var því Minningarsjóður Ibrahim Shah stofnaður.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Adíb
Upphæð1.500 kr.
Gangi þér vel <3
Sunna Sif
Upphæð1.000 kr.
U go girl 🫶
Sif og Halli
Upphæð5.000 kr.
Gangi ykkur vel.
Valgerður Haraldsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Þórhildur Magnúsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Áfram Samar <3
Valli þjálfari
Upphæð2.000 kr.
Go Samar 👏
Tinna María
Upphæð2.000 kr.
❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade