Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég mun hlaupa fyrir litlu ofurhetjuna mína hana Glódísi Leu til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkur maraþoninu í ár.
Hún greindist með 4. Stigs krabbamein fyrir rúmu ári síðasn og hefur tekist á við það á einstakan hátt, alltaf brosandi og jákvæð þrátt fyrir erfiðar hindranir. Baráttunni er ekki lokið en Glódís mun sigra!
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir