Hlauparar
Egill Freyr Arnarson
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Vinir Víðis
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Komið sæl kæra fólk.
Ég og vinir mínir höfum stofnað hlaupahóp fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon sem heitir Vinir Víðis og hleypur fyrir SKB. Víðir greindist með krabbamein fyrr á árinu svo við félagar hans ætlum að hlaupa fyrir hann og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoninu.
Ef þið hafið tök á þætti mér virkilega vænt um það ef þið mynduð styrkja.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir