Hlauparar
Pálmar Sigurðsson
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er liðsmaður í Föruneyti Hlynsins
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Laugardaginn 24. ágúst ætla ég ásamt fleirum í Föruneyti Hlynsins að hlaupa 10 km til styrktar Krafts. Kraftur hefur stutt við frænda minn og svo mörg önnur í þeirra baráttu við krabba. Þetta lífsnauðsynlega starf sem Kraftur býður upp á er viðhaldið með styrkjum sem koma frá styrktaraðilum eins og okkur. Ef þú hefur tök á að heita á einhvert okkar í Föruneyti Hlynsins, og þar af leiðandi Kraft, þá væri ég þér gífurlega þakklátur.
Áfram Kraftur, áfram Hlynur. Hlaupum saman og krössum þennan krabbz.
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir