Hlaupahópur
501ST / REBEL LEGION ICELANDIC GARRISON
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Góðu vondu gæjarnir!
The 501st Legion eru alþjóðleg góðgerðarsamtök þar sem meðlimir klæðast nákvæmum eftirlíkingum búninga „vondu“ karlanna og kvenna úr Star Wars heiminum. Með því gleðja þau unga sem aldna og styrkja um leið hin ýmsu góðgerðarmál.
Íslenska setuliðið (Icelandic Garrison) tekur þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu í ár til að safna fé til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og í þetta sinn mun setuliðið hlaupa í minningu Davíðs Leó Ólafssonar sem lést fyrr á þessu ári. Davíð Leó var mikill Star Wars aðdáandi og fékk setuliðið þann heiður að fá að fylgja honum síðasta spölinn.
Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að elska Stjörnustríðskvikmyndirnar og vilja láta gott af sér leiða. Hópurinn mun taka þátt í skemmtiskokkinu í fullum skrúða. Aðrir þátttakendur í hlaupinu og áhorfendur munu því fá að sjá Svarthöfða, Stormtroopers, Mandó og fleiri vel valda karaktera úr Stjörnustríðsheiminum á svæðinu. Við hlaupum kannski ekki hratt en komumst í mark og gleðjum vonandi aðra með þátttökunni.
Íslenska setulið alheimsveldisins sækist eftir þínum styrk og hvatningu í maraþoninu 24. ágúst næstkomandi og með þinni hjálp munum við styðja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við hlökkum til hlaupsins og vonumst til að sjá ykkur sem flest.
May the Force be with you!
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir